Batteríið Arkitektar

Okkur er umhugað um fólk
Frá upphafi hefur verið markmiðið að skilja manneskjuna og þjóna henni vel. Við erum ekki bara að sinna arkitektum eða hönnuðum; við einbeitum okkur að þörfum notenda og ólíkra hagsmunaaðilaðila. Starf okkar snýst um að skapa rými sem rúma upplifanir með fagurfræði að leiðaljósi.
Við hönnum fyrir öll
Miðað við alla aldurshópa og líkamlega getu. Byggingarnar okkar eru hannaðar til að tryggja að öllum líði vel og geti farið um þær á þægilegan hátt. Við trúum því að til þess að skapa góð rými ber að taka til greina ólíkar þarfir mismunandi hópa.
Fortíð og framtíð mætast
Við leggjum mikla áherslu á að virða menningar- og byggingararfleifð okkar. Með því að horfa til fortíðarinnar, mótum við nútímahönnun okkar með skýra framtíðarsýn.
Við tökumst á við flókin verkefni
Við skiljum að heimurinn er flókinn og að byggingariðnaðurinn getur haft áhrif á ólíka hópa og þeirra hagsmuni. Okkar skilningur er sá að sjálfbær þróun snýr ekki einungis að því efnislega umhverfi okkar heldur einnig því félagslega. Við erum sannfærð um að þegar við nálgumst viðfangsefni með gagnrýnni hugsun, nærgætni og virku samtali, leiðir það til betri og farsælli niðurstöðu.

Okkar Verk

Garðabær

Selfoss, 2021

Reyðarfjörður, 2008

Hafnarfjörður, 2019

Okkar Þekking

Hönnun Bygginga með Tilliti til Loftslags og Náttúru
Frá árinu 1995 hefur Batteríið Arkitektar framkvæmt sjálfstæðar rannsóknir á sviði aðlögunar mannvirkja að loftslagsskilyrðum Fyrirtækið hefur aðgang að fremstu sérfræðingum og ráðgjafarþjónusta þeirra á sviði loftslagsaðlögunar, sem er einstakt á Íslandi.
Aðgengismál / Algild Hönnun

Mikilvægi aðgengis er hátt metið af fyrirtækinu og ráðgjöf innan sviðs algildrar hönnunar er framúrskarandi. Batteríið Arkitektar er stoltur höfundur bókarinnar "Aðgengi fyrir alla", fyrsta íslenska handbókin um aðgengi og algilda hönnun.

Vinnuöryggi og Heilbrigði
Batteríið Arkitektar býr yfir forskoti á sviði vinnuöryggis og heilbrigðis. Starfsmenn fyrirtækisins fá sérstaka þjálfun og hafa tileinkað sér aðferðafræði hönnunar og eftirlits með öryggi á vinnustað. Verkefnastjórar fyrirtækisins eru þjálfaðir í meðhöndlun vinnuleyfisumsókna og samstarfi við Vinnueftirlitið, sem veitir fyrirtækinu dýrmæta starfsreynslu.
Samstarf Yfir Landamæri

Síðan 2004 hafa Batteríið Arkitektar, ásamt dótturfyrirtækinu TBL Arkitektar, tekið þátt í umfangsmiklu alþjóðlegu samstarfi og lagt fram sérfræðiþekkingu sína í stórum verkefnum á alþjóðavettvangi.

Fyrirtækið hefur meðal annars leitt hönnun á stóru álveri fyrir Alcoa á Íslandi, 28.000 fermetra tónlistar- og ráðstefnuhúsi í Reykjavík með listaverkum eftir Ólaf Elíasson, auk þátttöku í ýmsum samkeppnum og verkefnum í Kanada og Noregi, þar sem það hefur hlotið verðlaun fyrir nýstárlegan arkitektúr.

Þetta samstarf nær yfir ólíka geira, þar á meðal heilbrigðisþjónustu, fjármál og opinbera innviði og sýnir fram á hæfni Batterísins til að starfa með alþjóðlegum fyrirtækjum og sveitarfélögum. Þannig styrkir fyrirtækið stöðu sína í alþjóðlegum arkitektúr og hönnun.

Loading...